STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Um er að ræða bjarta og rúmgóða 93,5 fm 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í snyrtilegu fjölbýli í Vesturbergi. Íbúðin er í eigu leigufélags sem er að selja eignina og hefur eignin verið í leigu í frekar langan tíma og þarfnast viðhalds. Væntanlegum kaupendum er bent á að skoða íbúðina mjög vel.
Íbúðin er 88,4 fm (merkt 03-0303) og geymslan er 5,1 fm (merkt 03-0104) samtals er eignin 93,5 fm skv skráningu Þjóðskrá Íslands.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: [email protected]Forstofa er með flísum á gólfi og skápum.
Hol/gangur er með parketi á gólfi.
Stofa er með parketi á gólfi og þaðan er útgengt á suðursvalir með góðu útsýni.
Eldhús er með flísum á gólfi að hluta og parketi að hluta, upprunalegri innréttingu og flísum á milli efri og neðri skápa.
Svefnherbergin eru þrjú og eru með parketi á gólfum og skápar í tveimur af þrem herbergjum.
Baðherbergi er með flísum í hólf og gólf, sturtuklefi, vaskur, wc og skápur.
Þvottahús er í sameign á jarðhæð.
Geymsla er í sameign á jarðhæð.
Hjóla- og vagnageymsla í sameign á jarðhæð.
“Athygli er vakin á því að seljandi hefur ekki búið í eign og þekkir því ekki ástand hennar að öðru leyti en fram kemur í söluyfirliti sem er fylgiskjal með kauptilboði þessu. Seljandi getur ekki veitt frekari upplýsingar um ástand hennar en hægt er að kynna sér við almenna skoðun og skv. söluyfirliti. Seljandi bendir því væntanlegum kaupendum á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og að þeir leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar. Seljandi mun ekki gera neinar endurbætur né þrif á henni fyrir sölu.”