Gjaldskrá - Gildir frá 01.01.2024
1.0. Almennt um Þóknun.
1.1. Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um þjónustu og gildir nema að um annað hafi verið samið.
1.2. Þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar með virðisaukaskatti nema annað sé tekið fram.
2.0. Kaup og sala.
2.1.1. Sala fasteigna og skráðra skipa í einkasölu er frá 1,7% af söluverði auk virðisaukaskatts, eftir því hvaða sölupakki er valinn.
2.1.2. Sala fasteigna og skráðra skipa í almennri sölu er 2,5%-5 % af söluverði auk virðisaukaskatts, eftir því hvaða sölupakki er valinn
2.1.3. Aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup fasteigna og skráðra skipa er 1,0% af söluverði, þó aldrei lægri en kr. 480.000,- án vsk.
2.1.4. Sala félaga og atvinnufyrirtækja er 5% af heildarsölu, þ.m.t. birgðir auk virðisaukaskatts.
2.1.5. Sala bifreiða sem settar eru upp í kaupverð fasteigna er 3 % af söluverði auk virðisaukaskatts, en þó aldrei lægri en kr. 95.000,- með vsk.
2.1.6. Endursala eignar sem áður hefur verið seld í makaskiptum er 1,5 % af söluverði auk virðisaukaskatts. Miðast við einkasölu.
2.1.7. Sala sumarhúsa 2,5 % af söluverði auk virðisaukaskatts.
2.1.8. Vegna útbúinna skuldabréfa og annara lánaskjala fyrir kaupanda (t.d. seljandalán) er þóknun kr. 62.000,- með vsk. fyrir hvert skjal
2.1.9. Skjalagerð vegna kaupsamnings milli tengdra aðila, 204.600 með vsk.
2.2. Makaskipti
2.2.1. Við makaskipti er þóknun samkv. einkasölu sbr. framangreint.
3.0. Skoðun og verðmat fasteignar.
3.1. Skriflegt verðmat á íbúðarhúsnæði er kr. 51.500, - með vsk.
3.2. Skriflegt bankaverðmat á atvinnuhúsnæði er 0,5 % af fasteignamati eignar auk virðisaukaskatts., en að lágmarki kr. 125.000- með vsk.
3.3. Skoðunargjald er 15.000 með vsk. Skoðunargjald er endurgreitt við kaupsamning.
4.0. Ýmis skjalagerð og ráðgjöf.
4.1. Þóknun fyrir yfirferð og rýni í samninga og skjöl við sölu eða kaup fasteigna og skipa eða annarra eigna sem fasteignasali, lögmaður eða annar hefur gert er samkvæmt tímagjaldi.
4.2. Í þeim tilvikum sem gerð skuldabréfa, tryggingabréfa og annara gjörninga, sem ekki tengist kaupsamningsgerð er þóknun kr. 62.000,- með vsk.
4.3 Kostnaður við gerð veðleyfa og umboða er 25.000,- með vsk. fyrir hvert skjal
4.4. Þóknun fyrir ráðgjöf, leiðbeiningar og fundarsetu er samkvæmt tímagjaldi.
4.5. Þóknun fyrir vinnu við eignaumsýslu, gerð samninga um skuldaskil og uppgreiðslu lána er samkvæmt tímagjaldi.
5.0. Leigusamningar
5.1. Þóknun fyrir útleigu á fasteign fyrir leigusamninga með gildistíma frá 0 – 5 árum jafngildir 1,5 mánaða leigu auk vsk.
5.2. Þóknun fyrir útleigu á fasteign fyrir leigusamninga fyrir lengri leigusamnina en 9 ár jafngildir 2 mánaða leigu auk vsk.
5.3. Lágmarksþóknun fyrir gerð leigusamninga er 150.000.- kr. auk vsk.
5.4. Lágmarksþóknun vegna skjalagerðar leigusamninga án milligöngu STOFN Fasteignasölu ehf. um leigu er 150.000.- auk vsk.
5.5. Þóknun (umsýslugjald, áræðanleikak.). Leigutaki atvinnuhúsnæði greiðir fast gjald kr. 77.500,- auk vsk. Leigutaki húsnæðis/ heimili greiðir fast gjald 77.500,- auk vsk. fyrir þjónustu fasteignasölunnar vegna lögboðinnar hagsmunagæslu.
6.0. Ýmis ákvæði.
6.1. Kaupendaþóknun (umsýslugjald). Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 77.500,- auk vsk. fyrir þjónustu fasteignasölunnar vegna lögboðinnar hagsmunagæslu.
6.2. Seljandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 77.500,- auk vsk. vegna öflunar gagna um eignir, svo sem vegna veðbókarvottorða, ljósrit teikninga og ýmissa skjala.
6.3. Kostnað við gerð og birtingu auglýsinga skal viðskiptamaður greiða samkvæmt gjaldskrá viðkomandi auglýsingamiðils hverju sinni.
7.0. Tímagjald.
7.1. Tímagjald löggilts fasteigna- og skipasala er kr. 34.500,- auk vsk.