Markaflöt , 846 Flúðir
Tilboð
Lóð/ Sumarhúsalóð
0 herb.
0 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
5.640.000

STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR:  Í einkasölu Markaflöt, 19,9 hektara spildu úr landi Dalbæjar III, við Flúðir í Hrunamannahreppi. Búið er að deiliskipuleggja í 16 sumarhúsalóðir.

Landeigandi vill selja landið eins og það stendur í dag og er það nýrra eigenda að ákveða hvort og þá hvað þeir nýta mikið af deiliskipulaginu.

Í skipulaginu eru 16 frístundahúsalóðir sem eru að stærð og legu, allt frá 6300 fm. upp í 9200 fm. Búið er að leggja veg að svæðinu og stutt er í hitaveitu, kalt vatn og rafmagn.

Landið er aflíðandi á móti vestri og norðvestri í 80-120 m. h.y.s. það er að stærstum hluta fremur þurrt og að lang mestu leiti þétt gróið beitiland. (Beygt inn hjá Fótboltagolfinu af Skeiða- og hrunamannavegi nr.30).
Klukkustundar akstur er frá höfuðborgarsvæðinu. 


Samkvæmt deiliskipulagi má byggja hús allt að 120 fm. að stærð ásamt aukahúsi allt að 30 fm að stærð. Innan byggingarreits stendur hönnuður fjáls að útlínum húss, gerð og efnisvali.
Í dag er gert ráð fyrir að hver og einn komi fyrir rotþró við sitt hús en annars fer öll bygging húsa eftir lögum og reglum þar um og í samráði við byggingafulltrúa.

Nánari upplýsingar veita:
Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali, í síma 661 7788, tölvupóstur [email protected]
Eggert Maríuson Löggiltur fasteignasali, í síma 690 1472, tölvupóstur
[email protected]

Skemmtilegt tækifæri fyrir samrýmdar fjölskyldur eða einstaklinga sem langar til þess að koma sér upp skemmtilegu frístundarsvæði með möguleikum á að selja frá sér lóðir.
Svæðið er afar vel skipulagt þar sem hugað er að besta fyrirkomulagi hvað varðar útsýni, birtu, næði og veðursæld. Markaflöt er veðursælt svæði milli Galtarfells og Miðfells skammt sunnan við Flúðir í Hrunamannahrepp. Heitt vatn er á svæðinu.

Mikil nálægð er við allar helstu náttúruperlur Suðurlands svo sem Gullfoss og Geysi, Þjórsárdal og Þingvelli auk þess sem nokkrir þéttbýliskjarnar eru skammt frá, eins og Laugarvatn, Selfoss og einungis tekur nokkrar mínútur að keyra frá markaflöt að Flúðum. Þar er að finna margs konar þjónustu svo sem sundlaug, verslun, íþróttahús með tækjasal, leikvöll og leikskóla, reiðhöll og góðar útreiðaleiðir og flugvöll svo eitthvað sé nefnt.

Samkvæmt deiliskipulagi má byggja hús allt að 120 fm. að stærð ásamt aukahúsi allt að 30 fm að stærð. Innan byggingarreits stendur hönnuður fjáls að útlínum húss, gerð og efnisvali.
Í dag er gert ráð fyrir að hver og einn komi fyrir rotþró við sitt hús en annars fer öll bygging húsa eftir lögum og reglum þar um og í samráði við byggingafulltrúa.

Frábær staðsetning og stutt í verslun, sund, golf, fótboltagolf og veiði. Stutt í helstu ferðamannaperlur Suðurlands. Einnig eru í næsta nágrenni tveir golfvellir, Selsvöllur og Ástúnsvöllur. Selsvöllur er 18 holu völlur og á Ástúnsvelli eru 9 holur. Stóra Laxá í hreppum er einnig stutt frá svo að allir ættu að geta fundið sér eitthvað til dægrastyttingar.

Nánari upplýsingar gefa:
Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali, í síma 661 7788, tölvupóstur [email protected]
Eggert Maríuson Löggiltur fasteignasali, í síma 690 1472, tölvupóstur [email protected]


"Ef það er eitthvað sem við getum gert fyrir þig í sambandi við kaup eða sölu á fasteign þá er okkar heiðurinn að vera fasteignasalinn þinn og þinna"
Vegna mikillar sölu vantar okkur allar stærðir- og gerðir fasteigna á sölu, mikill metnaður, fagleg vinnubrögð, frítt verðmat"

"Hafðu samband í síma 661-7788 eða 690-1472 til að fá frítt verðmat".
Við hjá STOFN Fasteignasölu höfum  "Heilindi - Dugnað - Árangur að leiðarljósi."

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.