STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Um er að ræða opna og bjarta 95,4 fm, 3ja herbergja íbúð á 7. hæð í snyrtilegu lyftuhúsi. Úr íbúðinni er mikið óhindrað útsýni m.a. í átt að Keili og öllum jarðhræringum þar og í átt að Snæfellsjökli, tvennar svalir með svalalokun. Eldhús og stofa mynda skemmtilegt opið alrými með mikilli birtu og miklu útsýni. Nýverið hafa verið málaðir gluggar á tveimur hliðum hússins og búið að múrviðgera eina hlið.
Íbúðin er 90,9 fm (merkt 01-0703) og geymsla er 4,5 fm (merkt 01-0136) samtals er íbúðin 95,4 fm skv skráningu Þjóðskrá Íslands.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: [email protected]Forstofa er með parketi á gólfi.
Stofa er rúmgóð og með parketi á gólfi og miklu óhindruðu útsýni bæði í átt að Keili og að Snæfellsjökli.
Eldhús er með parket á gólfi, hvít innrétting, parketi á milli efri og neðri skápa. Við hlið eldhúss er rúmgott búr með parketi á gólfi og góðum hillum. Einnig er útgengt á lokaðar suðursvalir.
Svefnherbergin eru tvö og eru með parketi á gólfi og skápum, úr aðalsvefnherbergi er útgengt á lokaðar rúmgóðar vestursvalir.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, upphengt wc, opin sturta, skúffur undir vask og skápar.
Þvottahús er innan íbúðar og er með flísum á gólfi, vinnuborði og hillum ásamt tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla í sameign á jarðhæð.
Hjóla- og vagnageymsla í sameign á jarðhæð.