Hestur 88, 805 Selfoss
74.700.000 Kr.
Sumarhús
4 herb.
115 m2
74.700.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1988
Brunabótamat
47.240.000
Fasteignamat
42.100.000

STOFN Fasteignasala kynnir til sölu: Sjarmerandi heilsárshús á einstaklega fallegri og vel staðsettri 7.957 fm. vatnalóð/ eignalóð, gróin og skógi vaxin á bökkum Hvítár. Einstakt útsýni yfir Hvítá, Ingólfsfjall og fallega Suðurlandsnáttúru skapar óviðjafnanlega stemningu. Húsið er innarlega í landi Hests, við Kiðjaberg 805, Grímsnesi og Grafningshreppi, rafmagnshlið inn á svæðið, rétt við golfvöllinn Kiðjaberg sem er óneytanlega einn af fallegri golfvöllum landsins. Heildar fermetrar eignarinnar eru sirka 115,5 fm. þar af eru 30,6 fm. óskráðir fermetrar hjá FMR.


Eignin skiptist í: Sumarhús, gesthús með salerni, áhaldageymsla, sólskála með kamínu og grillaðstöðu, sólríkur pallur, heitum potti, saunaklefa. stórbrotið útsýni. 

"Smellið hér til að sjá myndband af eigninni"

Nánari upplýsingar veita:
Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali, í síma 661 7788, tölvupóstur [email protected]
Eggert Maríuson Löggiltur fasteignasali, í síma 690 7418, tölvupóstur [email protected]


Svæðið er afgirt með rafmagnshliði (símahlið) og er aðkoma að húsinu góð allt árið um kring. Hestland stendur við golfvöllinn Kiðjaberg sem er einn af fallegri golfvöllum landsins. Völlurinn liggur í ægifögru landi með skemmtilegu útsýni og friðsæld í íslenskri náttúru eins og hún gerist best. Hestland er einnig steinsnar frá Hestvatni.

Eignin skiptist í:  Forstofa, tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, búr, geymsla, sérstætt gesthús með salerni, áhaldahús.
Lýsing eignar: 
Forstofa: með fatahengiflísar á gólfi.
Baðherbergi: snyrtilegt, rúmgott með sturtuklefa, tengi fyrir þvottavél, gluggi og flísar á gólfi.
Hjónaherbergi: mjög rúmgott og bjart með góða vinnu aðstöðu, gott skápapláss.
Svefnherbergi: með parket á gólfi og þar innaf er lítil geymsla (búr).
Eldhús: Rúmgott með fallegri innréttingu, gott skápapláss og góð vinnuaðstaða. Varmadæla er á vegg í eldhúsi.
Stofa: Falleg og björt stofa með auka lofthæð, falleg kamína og stórbrotið útsýni til Hvítár og Suðurlandið, parket á gólfi. Frá stofu er útgengi á stóran og skjólgóðan sólpall sem snýr í sólarátt og að Hvítánni.
Sólpallur: Stór þrískiptur sólpallur sem snýr til há suðurs. Austan megin við stofuna er mjög góð setuaðstaða með mikið útsýni yfir Hvítá og fallegan garðinn og leikvöllinn með heimasmíðuðum rólum og dúkuhúsi. Vestan megin við stofuna er góð borðaðstaða, þaðan er gengið niður tvö þrep niður á neðri pallinn þar er heitur pottur með miklu útsýni.
Sauna: Með aðstöðu fyrir útisturtu.
Sólskáli: Með kamínu og grillaðstöðu, einstök upplifun að sitja þar inni og njóta útsýnisins. Einnig
Gestahús: Falleg aðkoman að gesthúsinu með litlum palli, í gesthúsinu er salerni. Við hliðina á gesthúsinu er afar fallegur sólríkur pallur innan um trén. 
Áhaldahús: mjög gott áhaldahús með góða vinnuaðstöðu einnig væri hægt að geyma golfbílinn eða gera að öðru gesthúsi.
Geymsla: við aðalinngang hússins er ágætis geymsla, aðallega notuð fyrir útiföt, einnig er hitakúturinn fyrir neysluvatnið, auk annara tækja. Við gafl geymslunnar er hitaveitu stofn og er kominn upp að húsi, í dag er húsið upphitað með rafmagnskyndingu.
Bílastæði/ aðkoma: Góð aðkoma og næg bílastæði fyrir framan sumarhúsið. 
Mublur og innanstokksmunir geta fylgt með kaupunum nema persónulegir munir.

Nánasta umhverfi býður upp á mikla fjölbreytni sem áður hefur verið nefnt eins og stutt er til þekktra staða á suðurlandi, Skálholts, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. golfvelli, veitingarstaði, veiði og í Hestvatni, sundlaug að Hraunborgum og sundlaug að Minni Borg sem er í ca. 10 km. fjarlægð. 

Ýtarupplýsingar:
Aðkoma að eigninni er góð allt árið um kring og er svæðið afgirt með rafmagnshliði. Lóðareigendur á svæðinu eru í landeigendafélagi Hests og sumarhúsaeigendur að sérstöku vatnsfélagi, Bunu. Aðeins steinsnar frá Hestvatni og með aðgang að fjölmörgum útivistarmöguleikum á Suðurlandi.
Glæsileg útsýnislóð í landi Hests innan við Kiðjaberg. Eignir sem þessar koma afar sjaldan í sölu. Miklir möguleikar til staðar að annaðhvort stækka hús eða bæta við stærra húsi með samþykki byggingaryfirvalda.
Einnig er á svæðinu skemmtilegt tjaldsvæði með rafmagni og snyrtiaðstöðu, gott starfandi landeigendafélag í hverfinu sjá hér http://hestland.is/
Eignin Hestur 88 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 220-7414, nánar tiltekið eign merkt 01-01, birt stærð 84.9 fm.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.