STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Um er að ræða opna og bjarta 2ja herbergja íbúð á annarri hæð í snyrtilegu fjölbýli í hlíðunum. Húsið hefur nýlega verið múrviðgert og málað. Einnig hefur verið settur upp dyrasími með myndavél. Saunaklefi er í sameign hússins ásamt sturtuaðstöðu. Stutt í alla helstu þjónustu eins og leik- og grunnskóla og aðra almenna þjónustu. Klambratún og miðborgin í stuttu göngufæri.
*Smelltu hér til að skoða myndband um eignina*Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: [email protected] og Tinna Bergmann, nemi í löggildingu, s.8693675, netfang
[email protected]Forstofa/hol er með plastarketi á gólfi.
Stofa er með plastparketi á gólfi og þaðan er útgengt á djúpar vestursvalir.
Eldhús er með plastparket á gólfi og hvít upprunaleg innrétting.
Svefnherbergi er með plastparketi á gólfi ásamt skápum. Vængjahurð aðskilur stofu og svefnherbergi.
Baðherbergi er með dúk á gólfi og flísum á veggjum, wc,vaskur og baðkar.
Þvottahús er í sameign í kjallara.
Geymsla er í sameign í kjallara.
Hjóla- og vagnageymsla í sameign í kjallara.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.