STOFN Fasteignasala kynnir til sölu 158 fm. atvinnuhúsnæði þar af er 50 fm. milliloft sem eru óskráðir fm. hjá FMR. Búið er að skipta húsnæðinu í tvö rými þ.e.a.s iðnaðarrými ásamt innrarými sem búið er að innrétta í mjög góða aðstöðu með herbergi, eldhúsi, baðherbergi með sturtu á neðri hæð ásamt sirka 50 fm. stofu/ borðstofu á efrihæðinni. Eignin er við Brúarfljót 5E, 270 Mosfellsbær, nánar tiltekið eign merkt 01-05, fastanúmer 251-7884 ásamt öllu því sem eigninni fylgir.
Húsnæðið er með stóra innkeyrsluhurð og tveimur útgönguleiðum. Innkeyrsluhurðin er 4.2 metrar á hæð. Aðgengi er báðu megin við húsið. Þriggja fasa rafmagn.*Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit*Nánari upplýsingar veita Benedikt Ólafsson, Löggiltur fasteignasali, í síma 661-7788, netfang [email protected] eða Tinna Bergmann, Nemi í löggildingu, í síma 869-3675, netfang [email protected]ATH. Búið er að greiða upp virðisaukakvöðina á bilinu, þar af leiðandi engin kvöð á rýminu.
Húsnæðið getur verið laust samhliða kaupsamingi
Búið er að skipta húsnæðinu í tvö rými.
Fremra rýmið er aðeins stærra eða sirka 80 fm. með stóru innkeyrsluhurðinni og er einnig sérinngangur þar við hlið. Hæðsti punktur við mæni er 7,2 metrar á hæð.
Innra rýmið er sirka 78 fm. og er bæði innangengt frá stærra rýminu ásamt sérinngangi. Rýmið er 28 fm. neðri hæð og 50 fm. efri hæð sem er óskráð milliloft. Skiptist rýmið á neðri hæðinni í eldhúsaðstöðu, herbergi, baðherbergi með sturtuklefa, tengi fyrir þvottavél og þurrkara (íbúðaraðstaða). Efri hæðin er sirka 50 fm. eitt opið rými sjónvarps/ leikaðstaða. Hvert bil verður með sér rafmagnstöflu, einn 16A tengill verður við rafmagnstöfluna, sameiginleg hitaveita. Fjögur ljós í loftum vinnslusala og rofar við útgöngudyr. Lýsing á salernum og kaffistofum verður fullfrágengin. Lögbundin útiljós sem og ljós utandyra við gönguhurðir verða uppsett og frágengin og útikastari fyrir ofan innkeyrsluhurð sbr. teikningu. Skólp og regnvatnslagnir eru tengdar fráveitukerfi í götunni.
Húsnæðið er á afgirtu svæði með tveimur rafdrifnum öryggishliðum sem lokast sjálfkrafa á ákveðnum tímum fyrir Brúarfljót 5 og 7.Nánari upplýsingar veita Benedikt Ólafsson, Löggiltur fasteignasali, í síma 661-7788, netfang [email protected] eða Tinna Bergmann, Nemi í löggildingu, í síma 869-3675, netfang [email protected] Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.