Hólmatún 19, 225 Garðabær
109.700.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
5 herb.
149 m2
109.700.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2000
Brunabótamat
84.240.000
Fasteignamat
95.400.000

STOFN Fasteignasala ehf. kynnir fallegt og vel skipulagt 149,8 fm parhús á einni hæð á rólegum og fallegum stað að Hólmatúni 19 á Álftanesi.
Húsið stendur á eignarlóð og er timburhús og klætt með viðhaldsléttri klæðningu (Kanadahús). Samkvæmt birtum fm er íbúðarhlutinn 117,6 fm og bílskúrinn 24,4 fm auk 7,8 fm geymslu sem hefur aldrei verið stúkuð af. Við húsið er góður og sólríkur sólpallur með heitum potti og grónum garði með geymsluskúr.


 *Smelltu hér til að sjá myndband af eigninni*

Bílastæði er að hellulagt að hluta til. Úr húsinu sést til sjávar. Mjög góð og róleg staðsetning á Álftanesi þ.s er leik og grunnskóli eru í stuttu göngufæri ásamt hinni vinsælu Álftanes sundlaug og Íþróttasvæði UMFÁ. Allt í kring eru fallegar gönguleiðir.
Samkvæmt upplýsingum frá seljendum var húsið málað að utan að mestu leyti 2023 (fyrir utan SV hlið) og gluggar og hurðakarmar að innanverðu lakkaðir. Járn á þaki var endurnýjað ca 2017. Baðherbergi var endurnýjað 2019. Innfelld LED ljós endurnýjuð í júní 2024. 

*Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit*


Pantið tíma fyrir skoðun, nánari upplýsingar veita: 
Benedikt Ólafsson, Löggiltur fasteignasali, í síma 661-7788, netfang [email protected]
Tinna Bergmann, Nemi í löggildingu, í síma 869-3675, netfang [email protected] 
Hallveig Jónsdóttir, Nemi í löggildingu, í síma 699-0496, netfang [email protected] 


Nánari lýsing:
Forstofa er með flísum á gólfi og fatahengi.
Eldhús er opið inn í stofu með parketi á gólfi og fallegri hvítri innréttingu með góðu skápaplássi og eyju með skápum.   
Stofa/borðstofa er björt og falleg með með parketi á gólfi. Útgengt er á góðan og sólríkan sólpall með heitum potti úr borðstofu.
Gangur rúmgóður gangur með parketi á gólfi og innbyggðu skrifborði.
Hjónaherbergi er rúmgott með parketi á gólfi og  fataskápum. 
Svefnherbergi 1 er rúmgott með parketi á gólfi og fataskáp.
Svefnherbergi 2 er rúmgott og með parketi á gólfi.
Baðherbergi var endurnýjað árið 2019 og er með flísum á veggjum og gólfi, baðkar, flísalögð sturta, falleg hvít innrétting með miklu skápaplássi og handlaug, upphengt klósett og handklæðaofn. Opnanlegur gluggi.  
Þvottahús/geymsla rúmgott þvottahús með flísum á gólfi og ljósri innréttingu. Innangengt er í bílskúr frá þvottahúsi.
Bílskúr er með steyptu gólfi, heitu og köldu vatni og rafopnun, bílskúrinn er með útgögnuleið í garð bakvið hús.
Skúr/geymsla fyrir aftan hús er sirka 7 fm. ágætis geymsla fyrir garðáhöld eins og sláttuvél.  

Ert þú að fara selja og vantar þig trausta og metnaðarfulla fasteignasala með reynslu og með þinn hag í fyrirrúmi?  Ef svo er þá er okkar heiðurinn að vera fasteignasalinn þinn eða þinna! Okkur vantar allar tegundir fasteigna á skrá vegna aukinnar sölu! 
"Við höfum Heilindi - Dugnaður - Árangur að leiðarljósi".

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.