Silfurtún , 311 Borgarnes
8.400.000 Kr.
Lóð/ Sumarhúsalóð
0 herb.
25 m2
8.400.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
226.000

STOFN Fasteignasala kynnir til sölu: Silfurtún eignalóð stærð lóðar 2626.0 fm. við Akraland, 311 Borgarbyggð. Á landinu stendur lítið krúttlegt sumarhús sem stendur rétt við Akrakirkju og Akrafjöru. Eignin Silfurtún er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 250-9508, birt stærð lóðar 2626.0 fm. eignalóð.
Akraland er einstaklega heillandi staðsetning með aðgengi að fjölbreyttum útivistarmöguleikum, gönguleiðum, og náttúruperlum á Vesturlandi með sjávarsíðuna steinsnar frá húsinu. Hálftíma akstursfjarlægð frá Borgarnesi, þar sem finna má alla helstu þjónustu og verslanir.
Vegvísun: Ekið er inn á Snæfellsveg, ekið er í 22 km. Þegar komið er að Hraunhreppsvegur er ekið þar niður eftir að Akrakirkju sirka 13 km. þar stendur húsið Silfurtún á vinstri hönd með Akrakirkju og Akrafjöru þar rétt fyrir framan. 

*Smelltu hér til að sækja söluyfirlit*

Nánari upplýsingar veitir Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali, í síma 661 7788, tölvupóstur [email protected]

Eignin skiptist í: 
Opið alrými/ stofurými með kaujum ásamt svefnsófa, ágætis eldhúskrókur, svefnherbergi með einbreiðu rafmagnsrúmi og gluggi. Baðherbergi með sturtu og handlaug með skáp. Í húsinu geta gist allt að 5 manns í einu.


Sumarhúsið er staðsett á rólegu og afskekktu eignarlandi í fallegri náttúru. Á veröndinni getur þú notið morgunkaffisins með útsýni yfir friðsælt landslag og hlustað á fuglasönginn. Friðsælt með fallegu útsýni yfir gróið landslag og nærliggjandi sveitir, kjörinn staður fyrir þá sem vilja njóta kyrrðarinnar, vera í nánu sambandi við náttúruna og eiga sitt eigið afdrep.

Í nágrenni er fallegt göngusvæði, veiðivötn og aðrar náttúruperlur sem Vesturland hefur upp á að bjóða.
Þetta sumarhús er fullkomið fyrir þá sem vilja njóta kyrrðarinnar og friðsældar sveitalífsins, en um leið hafa alla helstu þjónustu innan seilingar. Einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja eiga eigið sumarhús í sveitinni með öllum þeim möguleikum sem fylgja því að vera á eignarlandi. 
Þetta sumarhús er tilvalið fyrir þá sem leita að hlýlegu afdrep til að slaka á og endurnæra sig í einstöku umhverfi. Ekki láta þetta tækifæri fram hjá þér fara!


Lóðin er 2626.0 fm. eignalóð og býður upp á fjölbreytta möguleika, hvort sem þú vilt rækta grænmeti, byggja útihús eða einfaldlega njóta útivistar, lóðin er afgirt með rafmagnshliði. 
Að sögn eiganda:
Skolpið er nýlegt eða um 5 ára gamalt, kaldavatnið er með hitavír fyrir frosti, kaldavatnið er tengt við neysluvatnið á svæðinu, sér rafmagnsmælir. Á veturnar hefur eigandi ekki orðið fyrir vandræðum vegna snjóþyngsli á vegum. 

Nánari upplýsingar veitir Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali, í síma 661 7788, tölvupóstur [email protected]
Ath. STOFN Fasteignasala er einnig með fleiri lóðir til sölu í þessu húsnæði. Sjá STOFN Fasteignasala.
Vegna aukinnar sölu undanfarið vantar allar tegundir fasteigna á skrá. "Við höfum Heilindi - Dugnaður - Árangur að leiðarljósi." Frítt verðmat."

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.